Við treystum ykkur ekki

Frá Alþingi í dag þar sem vantrausttillaga á ríkisstjórnina var …
Frá Alþingi í dag þar sem vantrausttillaga á ríkisstjórnina var rædd mbl.is/Ómar Óskarsson

Stöðva þurfti fund á Alþingi í umræðum um van­traust á rík­is­stjórn­ina þegar þrír gest­ir á þing­pöll­um létu borða falla fram af svöl­un­um sem á stóð: „Við treyst­um ykk­ur ekki“.

Össur Skarp­héðins­son, iðnaðarráðherra, var í ræðustóli og lét sér hvergi bregða. Sagðist hann hafa gert slíkt hið sama á sín­um yngri árum og að hans fyrsta ræða á Alþingi hefði raun­ar verið flutt af þing­pöll­un­um þegar hann mót­mælti lána­frum­varpi Fram­sókn­ar­flokks­ins. Í fram­hald­inu hefði hann verið flutt­ur í vörslu yf­ir­valda.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert