Stólar merktir ráðherrum

Frá opium borgarafundi í Iðnó í Reykjavík
Frá opium borgarafundi í Iðnó í Reykjavík Goll/mabl.is

„Við höfum boðið öllum ráðamönnum þjóðarinnar; ríkisstjórn, við höfum boðið Davíð Oddssyni sérstaklega, öllum alþingismönnum. Við merkjum stóla með nöfnum ráðherranna og fimmtíu og einn stól fyrir þingmenn,“ segir Gunnar Sigurðsson leikstjóri, en hann er einn skipuleggjenda borgarafundanna sem haldnir hafa verið síðustu vikur á mánudagskvöldum, fyrst í Iðnó, síðast á Nasa og í kvöld í Háskólabíói.

„Já, það er auðvelt að sjá hverjir mæta ekki,“ segir Gunnar, en stólar ráðamanna verða allir á sviðinu í stóra sal bíósins. „Alþingismenn eru ekki að koma til að tala, aðeins til að hlusta.“

Að sögn Gunnars hafa heimturnar á ráðamönnum á fundina verið misjafnar, einnig á formönnum flokkanna sem eiga sæti á Alþingi og boðið var á annan fundinn. Þrettán alþingismenn sóttu fyrsta fundinn; á öðrum fundinum var formönnum flokkanna á Alþingi sérstaklega boðið í pallborð. „Eini formaðurinn sem mætti var Steingrímur Sigfússon, en Ómar Ragnarsson, formaður Íslandshreyfingarinnar, mætti líka í salinn. Aðrir sendu varaformenn en Illugi Gunnarsson mætti fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Á fundinn á Nasa á mánudaginn var mættu svo fréttastjórar fjölmiðlanna.“

Gunnar segir að um 8-900 manns hafi mætt á síðasta fund, og því hafi verið ákveðið að fá Háskólabíó næst. „Stemningin á fundunum hefur verið mjög góð; það eru þegnar þessa lands, og þeir láta sig málin varða. Við erum ekki bara mótmælendur, við erum viðmælendur.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert