Vantrauststillaga felld

Þingmenn ræddu um vantrauststillögu í allan dag.
Þingmenn ræddu um vantrauststillögu í allan dag. mbl.is/Ómar

Til­laga um van­traust á rík­is­stjórn­ina var felld á Alþingi í kvöld með 42 at­kvæðum stjórn­ar­liða og Krist­ins H. Gunn­ars­son­ar, þing­manns Frjáls­lynda flokks­ins, gegn 18 at­kvæðum stjórn­ar­and­stæðinga en þrír þing­menn voru fjar­ver­andi.

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, formaður VG og fyrsti flutn­ings­maður til­lög­unn­ar, sagði m.a. í umræðunni að eina málsvörn rík­is­stjórn­ar­inn­ar væri að hún standi í björg­un­ar­starfi og óvissa fylgi kosn­ing­um. Spurði Stein­grím­ur hvort björg­un­in væri að tak­ast og hvort  óviss­an gæti auk­ist. Svaraði hann að svarið við báðum spurn­ing­un­um væri neit­andi. Stjórn­ar­andstaðan væri mál­svari þess mikla meiri­hluta þjóðar­inn­ar, sem vilji breyt­ing­ar og breyt­ing­um verði ekki náð fram nema með kosn­ing­um.  

Geir H. Haar­de, for­sæt­is­ráðherra, sagði að umræðan um van­traust­stil­lög­una, sem stóð yfir í sex og hálfa klukku­stund, hefði, ef eitt­hvað væri, þjappað rík­is­stjórn­inni og stuðnings­mönn­um henn­ar sam­an.  Þá hefði hún leitt í ljós hvers­kon­ar glapræði það væri, að efna til þing­kosn­inga við nú­ver­andi aðstæður. Umræðan hefði í raun verið van­traust á stjórn­ar­and­stöðuna.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert