Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra, sækir ráðherrafund EFTA í Genf í dag og á morgun f. h. Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, utanríkisráðherra. Ísland er í forsvari fyrir EFTA um þessar mundir og mun viðskiptaráðherra stýra fundinum.
Á fundinum verður rætt um hina alþjóðlegu fjármálakreppu og framtíð EES-samningsins í því ljósi. Auk þess verður rætt um leiðir til að leiða ágreining til lykta og umræðu aðildarþjóða EFTA um hugsanlega aðild að ESB. Þá verður undirritaður fríverslunarsamningur EFTA og Kólumbíu og mun viðskiptaráðherra undirrita samninginn fyrir hönd utanríkisráðherra, samkvæmt tilkynningu.