Vilja kyrrsetja eignir bankastjórnenda

Álfheiður Ingadóttir.
Álfheiður Ingadóttir.

Fjór­ir þing­menn Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar-græns fram­boðs hafa lagt fram laga­frum­varp á Alþingi um að eig­ur stjórn­enda bank­anna, eig­enda þeirra og tengdra aðila, verði fryst­ar þar til op­in­ber rann­sókn leiðir í ljós hvort viðkom­andi njóti rétt­ar­stöðu sak­born­ings vegna gruns um refsi­verða hátt­semi.

Álf­heiður Inga­dótt­ir er fyrsti flutn­ings­maður frum­varps­ins, en þar er lagt til að ákvæði um fryst­ingu eigna verði bætt við neyðarlög­in, sem samþykkt voru fyr­ir sjö vik­um.

Í grein­ar­gerð með frum­varp­inu seg­ir, að nú séu marg­ar vik­ur liðnar frá hruni bank­anna án þess að rann­sókn sé haf­in á aðdrag­anda þess og hugs­an­legri sak­næmri hátt­semi fyrr­ver­andi stjórn­enda, eig­enda og annarra tengdra aðila er hætt við að rann­sókn­ar­hags­mun­um verði spillt og eign­um jafn­vel skotið und­an.

Í nú­gild­andi lög­um séu upp­töku eigna sett­ar þröng­ar skorður en miðað við aðstæður sé rík ástæða til að rýmka nú þegar heim­ild­ir til kyrr­setn­ing­ar eigna sem að lok­inni rann­sókn kunna að vera tald­ar tengj­ast ólög­mætri auðgun eða vera and­lag skaðabótakrafna ein­stak­linga sem hafa orðið fyr­ir fjár­hagstjóni vegna starf­semi bank­anna und­an­far­in ár.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert