Ætla að hunsa beiðni um niðurskurð

Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra.
Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra. Morgunblaðið/ Árni Sæberg

Félagsmálaráðuneytið hyggst hunsa ósk fjármálaráðuneytisins um 10% niðurskurð hjá öllum ráðuneytum samkvæmt fréttum Ríkissjónvarpsins. Fæst ráðuneyti eru búin að skila inn  sparnaðartillögum sínum þrátt fyrir þær hefðu átt að vera komnar í hendur fjármálaráðuneytisins 20. nóvember sl.

Hafa dóms- og kirkjumálaráðuneyti, utanríkisráðuneyti og fjármálaráðuneytið skilað inn sínum tillögum. Annars staðar, utan félagsmálaráðueytisins, stendur enn yfir vinna við tillögugerðina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka