Engin niðurstaða hjá Kjararáði

Ekki liggur enn fyrir hvort að laun þeirra sem heyra …
Ekki liggur enn fyrir hvort að laun þeirra sem heyra undir Kjararáð verði lækkuð. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Kjararáð fundaði í dag um þá beiðni Geirs H. Haarde forsætisráðherra að laun þeirra sem heyra undir ráðið verði lækkuð um 5-15%. Afgreiðslu málsins er þó ekki lokið að sögn Guðrúnar Zöega, formanns Kjararáðs, en ráðið mun funda um málið aftur í nú í vikunni.

Samkvæmt beiðni forsætisráðherra ætti lækkunin að gilda út næsta ár og vera í hlutfalli við laun. Er forseti Íslands launahæstur þeirra sem heyra undir ráðið, en einnig á að ræða við hálaunahópa hjá ríkinu um tímabundnar launalækkanir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert