Enn í hungurverkfalli

00:00
00:00

Tveir ír­ansk­ir flótta­menn sem dvelja á Fit í Njarðvík eru enn í hung­ur­verk­falli eft­ir að ákveðið var að visa þeim úr landi. Ann­ar þeirra sem MBL sjón­varp ræddi við hef­ur beðið eft­ir niður­stöðu í máli sínu í fjög­ur ár og seg­ist frek­ar vilja deyja í rúmi sínu í Njarðvík en í fang­elsi í heima­land­inu. Kol­brún Hall­dórs­dótt­ir þingmaður VG spurði dóms­málaráðherra hvort hann fylgd­ist með líðan þess­ara manna í fyr­ir­spurn­ar­tíma á Alþingi í dag en þeir hafa verið í svelti frá því í byrj­un nóv­em­ber. Hann svaraði því til að Dóms­málaráðuneytið fylgd­ist með mál­um þótt hann gerði það ekki per­sónu­lega.

Kol­brún Hall­dórs­dótt­ir  sagði ljóst að þeir gætu ekki snúið til Írans, þeir mættu þó ekki vinna eða sjá sér far­borða. Þeir væru með öðrum orðum lent­ir í svart­holi fólks í sömu spor­um en sá hóp­ur færi sí­fellt stækk­andi og væri alþjóðlegt vanda­mál. Björn Bjarna­son sagði að allstaðar á Schengen svæðinu væri unnið að lausn þess­ara mála.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert