Enn í hungurverkfalli

Tveir íranskir flóttamenn sem dvelja á Fit í Njarðvík eru enn í hungurverkfalli eftir að ákveðið var að visa þeim úr landi. Annar þeirra sem MBL sjónvarp ræddi við hefur beðið eftir niðurstöðu í máli sínu í fjögur ár og segist frekar vilja deyja í rúmi sínu í Njarðvík en í fangelsi í heimalandinu. Kolbrún Halldórsdóttir þingmaður VG spurði dómsmálaráðherra hvort hann fylgdist með líðan þessara manna í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag en þeir hafa verið í svelti frá því í byrjun nóvember. Hann svaraði því til að Dómsmálaráðuneytið fylgdist með málum þótt hann gerði það ekki persónulega.

Kolbrún Halldórsdóttir  sagði ljóst að þeir gætu ekki snúið til Írans, þeir mættu þó ekki vinna eða sjá sér farborða. Þeir væru með öðrum orðum lentir í svartholi fólks í sömu sporum en sá hópur færi sífellt stækkandi og væri alþjóðlegt vandamál. Björn Bjarnason sagði að allstaðar á Schengen svæðinu væri unnið að lausn þessara mála.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert