Háskólanemar í setuverkfalli

Háskóli Íslands
Háskóli Íslands mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Heimspekistúdentar við Háskóla Íslands hófu setuverkfall í Soffíubúð, félagsaðstöðu þeirra á þriðju hæð í Aðalbyggingu Háskóla Íslands, í morgun. Með þessu vilja stúdentarnir varna því að Soffíubúð verði rýmd og þar sett upp skrifstofa. Þeir segja ákvörðun stjórnar hugvísindasviðs að leggja Soffíubúð undir skrifstofu hafa verið einhliða og án alls samráðs við stúdenta.

Sama ákvörðun  hefur verið tekin varðandi félagsaðstöðu guðfræðistúdenta sem er handan gangsins á þriðju hæð í Aðalbyggingu Háskóla Íslands. Þetta kemur fram á vefritinu Smugunni í dag.

„Það á að svipta okkur heimspekistúdenta því aðsetri sem við höfum haft innan háskólasamfélagsins og breyta því í skrifstofu. Þessi ákvörðun var tekin án vitneskju nemenda og án nokkurs samráðs við þá," segir Þórhildur Halla Jónsdóttir sem situr í stjórn Soffíu, félags heimspekistúdenta við Háskóla Ísland í samtali við Smuguna. 

Hún segir rökin fyrir þessu vera þau að ósanngjarnt sé að nemendur í heimspeki og guðfræði hafi séraðstöðu þegar aðrar deildir hafi slíkt ekki. „Slík réttlæting, að svipa fólk því sem það hafa í stað þess að bæta úr hjá öðrum, hrekkur skammt. Af svo ólýðræðislegum vinnubrögðum getur Háskóli Íslands tæplega vera stoltur af," segir Þórhildur Halla.

Fréttin í heild á Smugunni

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert