Páll Magnússon, útvarpsstjóri, hefur gefið G. Pétri Matthíassyni, fyrrverandi fréttamanni Sjónvarpsins, sólarhringsfrest til að skila gögnum sem hann tók í heimildarleysi frá Ríkisútvarpinu og biðjast afsökunar á framferði sínu.
Fram kom í fréttum RÚV, að tilefnið sé að Pétur birti á bloggsíðu sinni viðtal sem hann tók við Geir H. Haarde forsætisráðherra, í janúar 2007 þegar hann starfaði sem fréttamaður Sjónvarpsins.
Í viðtalinu spurði Pétur Geir um
upptöku evru án inngöngu í ESB. Geir stöðvaði viðtalið í miðjum klíðum
þar sem hann var ósáttur við spurningar Péturs. Myndbandið sýnir síðan
samtal milli Geirs og Péturs í kjölfarið. Þessi upptaka var ekki sýnd í Sjónvarpinu.
Í bréfi Páls til starfsmanna RÚV segir hann að verði Pétur ekki við tilmælum sínum verði málið afhent lögfræðingum Ríkisútvarpsins tilmeðferðar.