Krafa um að viðtali við Geir verði skilað

Páll Magnús­son, út­varps­stjóri, hef­ur gefið G. Pétri Matth­ías­syni, fyrr­ver­andi frétta­manni Sjón­varps­ins, sól­ar­hrings­frest til að skila gögn­um sem hann tók í heim­ild­ar­leysi frá Rík­is­út­varp­inu og biðjast af­sök­un­ar á fram­ferði sínu.

Fram kom í frétt­um RÚV, að til­efnið sé að Pét­ur birti á bloggsíðu sinni viðtal sem hann tók við Geir H. Haar­de for­sæt­is­ráðherra, í janú­ar 2007 þegar hann starfaði sem fréttamaður Sjón­varps­ins.

Í viðtal­inu spurði Pét­ur Geir um  upp­töku evru án inn­göngu í ESB. Geir stöðvaði viðtalið í miðjum klíðum þar sem hann var ósátt­ur við spurn­ing­ar Pét­urs. Mynd­bandið sýn­ir síðan sam­tal milli Geirs og Pét­urs í kjöl­farið. Þessi upp­taka var ekki sýnd í Sjón­varp­inu.

Í bréfi Páls til starfs­manna RÚV seg­ir hann að verði Pét­ur ekki við til­mæl­um sín­um verði málið af­hent lög­fræðing­um Rík­is­út­varps­ins tilmeðferðar.

G. Pétur Matthíasson
G. Pét­ur Matth­ías­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert