Maður var stunginn með hnífi við Hlemm um sjöleytið í kvöld. Særðist hann töluvert og er talinn í lífshættu. Að sögn lögreglu var um alvarlega líkamsárás að ræða, en maðurinn sem er á miðjum aldri kom sér sjálfur inn á lögreglustöðina við Hverfisgötu og leitaði þar aðstoðar.
Hlúðu lögreglumenn að honum í anddyri lögreglustöðvarinnar og gerðu að sárum hans á meðan að beðið var eftir sjúkrabíll. Er hann nú komin í aðgerð.
Árásaraðilinn, sem er um tvítugt, fannst skömmu síðar en hann hafði hlaupið á brott. Að sögn lögreglu var fjöldi vitna að árásinni og er búið að ræða við þau. Málsatvik eru hins vegar enn ekki að fullu skýrð og er málið í rannsókn.