Ný samtök um náttúruvernd

Kringilsárrani gróður sem fór undir vatn vegna Kárahnjúkavirkjunar.
Kringilsárrani gróður sem fór undir vatn vegna Kárahnjúkavirkjunar. Þorvaldur Örn Kristmundsson

Samökin Auðlind – Náttúrusjóður  - verða stofnuð formlega í Þjóðminjasafni Íslands við Suðurgötu á fullveldisdaginn 1. desember kl. 17:00.
 
Áhugafólk um náttúruauðæfi Íslands hefur um árabil unnið að stofnun náttúrusjóðs, segir í fréttatilkynningu.  Hann er öllum opinn og stofnaður til að standa vörð um auðlindir, lífsgæði og fjölbreytni íslenskrar náttúru. Honum er ætlað að stuðla að verndun og efla virðingu fyrir þeim fágæta þjóðararfi sem náttúra Íslands er.
 
 
Sjóðurinn á sér ekki fyrirmyndir hér á landi, en erlendis eru til hliðstæðir sjóðir, oft samsarfsvettvangur einkaaðila, fyrirtækja og hins opinbera, sem vinna að verklegum framkvæmdum á sviði umhverfisverndar.  
Fyrirhuguð verkefni á dagskrá Auðlindar varða endurheimt votlendis og viðhald arnarstofnsins en þau verða kynnt á stofnfundinum.
 
 
Að Auðlind standa m.a. Vigdís Finnbogadóttir, fv. forseti Íslands, Guðmundur Páll Ólafsson rithöfundur og náttúrufræðingur og Orri Vigfússon, formaður NASF Verndarsjóðs villtra laxastofna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert