Pissaði í mótmælaskyni

Vestmannaeyjar.
Vestmannaeyjar. mbl.is/Brynjar Gauti

Lögreglan í Vestmannaeyjum handtók mann á sunnudagsmorgun fyrir að  hindra störf lögreglu. Var maðurinn í framhaldi af því færður á lögreglustöð þar sem rætt var við hann.  Að viðræðum loknum fékk maðurinn að fara frjáls ferða sinna en launaði það með því að kasta af sér þvagi fyrir utan lögreglustöðina. Hann var því handtekinn aftur og að þessu sinni var hann vistaður í fangageymslu.  

Manninum var gert að greiða sekt og hann var látinn laus í kjölfarið  Félagi mannsins var síðan handtekinn stuttu síðar þar sem hann kastaði af sér þvagi á lögreglustöðina. Gaf hann þá skýringu að hann væri að mótmæla handtöku félaga síns. 

Lögreglan segir að mótmælandinn megi búast við sekt fyrir athæfi sitt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert