Björn Richard Johansen lauk störfum fyrir forsætisráðherra í dag að því er fram kom í Kastljósi Ríkissjónvarpsins. Johansen var ráðgjafi forsætisráðherra í samskiptamálum á undanförnum vikum og segir hann vinnu sina hafa .falist í að smíða og koma í gagnið neyðaráætlun fyrir Íslendinga. „Að hér væri traust kerfi sem gerði bönkum og stofnunum kleift að starfa þrátt fyrir erfiðar aðstæður.“