Samningaviðræður milli Landsvirkjunar og Rio Tinto Alcan um raforku til aukningar framleiðslugetu álversins í Straumsvík upp á 40 þúsund tonn á ári eru nú á lokastigi. Vonast er til að hægt verði að ljúka samningum í næsta mánuði. Með þessu mun framleiðslugeta álversins aukast úr 180 þúsund tonnum í 220 þúsund tonn.
Framkvæmdir við 85 MW virkjun við Búðarháls og í Tungnaá geta hafist sumarið 2009 og lokið snemma ársins 2012. Landsvirkjun hefur rætt við nokkra lífeyrissjóði um að koma að fjármögnun virkjunarinnar sem mun kosta um 20 milljarða króna.
Gert er ráð fyrir að framkvæmdir í álverinu taki tvö ár og að við þær starfi 300 manns.