Skák: Tap fyrir Paraguay - Sigur gegn Urugay

Mynd skak.is

Íslenska karla­sveit­in á Ólymp­íu­skák­mót­inu í Dres­den í Þýskalandi tapaði í dag með 1½ vinn­ingi gegn 2½ fyr­ir sveit Paraguay í ell­eftu og síðustu um­ferð móts­ins.  Íslenska kvenna­sveit­in sigraði sveit Uruguay í ell­eftu og síðustu um­ferð kvenna­flokks Ólymp­íu­skák­móts­ins.

Hann­es Hlíf­ar Stef­áns­son, Þröst­ur Þór­halls­son og Stefán Kristjáns­son gerðu jafn­tefli í lokaum­ferð Ólymp­íu­skák­móts­ins í Dres­den en Henrik Daniel­sen tapaði. Íslenska karla­sveit­in fékk 11 stig en óljóst er í hvaða sæti liðið hafnaði.

Íslenska kvenna­sveit­in sigraði í dag sveit Uruguay í ell­eftu og síðustu um­ferð kvenna­flokks Ólymp­íu­skák­móts­ins.  Lenka Ptácní­ková, Guðlaug Þor­steins­dótt­ir og Hall­gerður Helga Þor­steins­dótt­ir unnu en Sig­ur­laug R. Friðþjófs­dótt­ir tapaði.

Nán­ar um Olymp­íu­skák­mótið

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert