Stunginn í brjóstholið

Ráðist var á manninn við Hlemm.
Ráðist var á manninn við Hlemm.

Maður var stunginn með hnífi við Hlemm um sjöleytið í kvöld er nú kominn á gjörgæslu á Landspítalanum. Að sögn vakthafandi læknis er líðan hans góð eftir atvikum. Hann verður til eftirlits á gjörgæsludeildinni í nótt.

Maðurinn var stunginn í brjósthol og særðist töluvert. Að sögn lögreglu var um alvarlega líkamsárás að ræða, en maðurinn sem er á miðjum aldri kom sér sjálfur inn á lögreglustöðina við Hverfisgötu og leitaði þar aðstoðar.

Hlúðu lögreglumenn að honum í anddyri lögreglustöðvarinnar og gerðu að sárum hans á meðan að beðið var eftir sjúkrabíll sem flutti manninn á bráðamóttöku.

Sá sem réðst á manninn er um tvítugt. Hann hljópst á brott en fannst skömmu síðar. Að sögn lögreglu var fjöldi vitna að árásinni og er búið að ræða við þau. Málsatvik eru hins vegar enn ekki að fullu skýrð og er málið í rannsókn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert