Yfirlýsing frá Jóni Ásgeiri

Jón Ásgeir Jóhannesson.
Jón Ásgeir Jóhannesson. mbl.is/Ómar

Innan skamms verður birt yfirlýsing frá Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, stjórnarformanni Baugs, á vef norska sjónvarpssins, NRK1, vegna sjónvarpsþáttar um feril hans á stöðinni í kvöld. Fulltrúi Baugs sá þáttinn í Ósló í gær en gerði ekki kröfu um breytingar á efnistökum.

Þetta segir Peter Svaar, blaðamaður hjá NRK, sem kemur að gerð fréttaskýringarþáttarins Brennpunkt, þar sem þátturinn verður sýndur í kvöld klukkan hálf níu að íslenskum tíma.

Svaar vildi ekki gefa upp efni þáttarins en leyfði þó að haft yrði eftir sér að þar yrði fjallað um feril Jóns Ásgeirs.

Yfirlýsinguna má nálgast hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka