Austurvöllur fyrr og nú

00:00
00:00

Ísland geng­ur í Atlants­hafs­banda­lagið, þrítug­asta mars 1949.  Fjöldi fólks mót­mæl­ir á Aust­ur­velli eft­ir hita­fund við Miðbæj­ar­skól­ann. Bú­ist er við rysk­ing­um og menn gera ráðstaf­an­ir.  Hægri menn hafa búið til sér­stak­ar vara­sveit­ir lög­regl­unn­ar til að aðstoða lög­reglu ef til átaka við mót­mæl­end­ur kem­ur.

Fjöldi fólks mót­mæl­ir á Aust­ur­velli í í októ­ber og nóv­em­ber 2008 eft­ir að banka­kerfið er hrunið og svart­asta efna­hagskreppa sem skollið hef­ur á Íslandi nú­tím­ans, læs­ir klón­um í þjóðina.

Kvik­mynd frá 1949 eft­ir Sig­urð Norðdahl kvik­mynda­gerðarmann sýn­ir á ein­stak­an hátt lög­reglu­menn og borg­ara­lega aðstoðar­menn þeirra beita mót­mæl­end­ur of­beldi. Þess vegna var hún að sögn fjöl­skyldu hans bönnuð á sín­um tíma eft­ir að hafa verið sýnd aðeins einu sinni í Aust­ur­bæj­ar­bíói.

Þeir sem telja hörk­una sem hlaup­in er í mót­mæl­in núna tákn fyr­ir hnign­un nú­tím­ans, ættu að hugsa sig tvisvar um. Jón Sig­urðsson, stand­mynd sem steypt er í eir, veit bet­ur þar sem hann gnæf­ir yfir mann­fjöld­ann í miðju þess­ara beggja at­b­urða.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert