Sjaldgæft er að fólk fái millifærðar á bankareikninga sína háar fjárhæðir sem það kannast ekki við, hvað þá ef það sjálft er skráð sem greiðandi færslunnar. Í þeim tilvikum er þó gott ef móttakandinn er heiðarlegur og tilkynnir um mistökin.
Slíkt gerði Jon Olav Fivelstad fyrir skömmu þegar 30 þúsund evrur, 5,4 milljónir króna, voru lagðar óvænt inn á reikning Kvasis, fyrirtækis hans. Skráður greiðandi var Kvasir. Jon Olav hafði samband við bankann sem bakfærði peningana en Jon Olav hefur engar útskýringar fengið.