FME hefur umfjöllun Morgunblaðsins til skoðunar

Morgunblaðshúsið í Hádegismóum.
Morgunblaðshúsið í Hádegismóum. mbl.is/ÞÖK

Fjár­mála­eft­ir­lit­inu hef­ur borist til­kynn­ing frá Nýja Glitni um meint brot Morg­un­blaðsins á þagn­ar­skyldu­ákvæðum laga um fjár­mála­fyr­ir­tæki. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá FME er verið að skoða hvort um hugs­an­leg brot sé að ræða.

Tóm­as Sig­urðsson, yf­ir­lög­fræðing­ur bank­ans, seg­ir að það sé FME að ákveða hvort það taki málið áfram eða beiti þá aðila sem eigi hlut að máli stjórn­valds­sekt­um. „Eða senda það til lög­reglu­yf­ir­valda,“ seg­ir Tóm­as.

Málið varðar grein sem Agnes Braga­dótt­ir blaðamaður skrifaði í sunnu­dags­blað Morg­un­blaðsins þar sem því er haldið fram að helstu stjórn­end­ur Glitn­is hafi ásamt full­trú­um stærsta hlut­haf­ans í Glitni, FL Group, brotið all­ar verklags­regl­ur við lán­veit­ing­ar í nokkr­um til­vik­um í fyrra­haust.

Agnes seg­ir að hún hafi und­ir hönd­um gögn úr lána­bók­um Glitn­is sem sýni fram á óeðli­leg­ar lána­fyr­ir­greiðslur frá bank­an­um til stærstu hlut­hafa FL Group upp á marga tugi millj­arða.

„Okk­ur ber skylda til að standa vörð um trúnaðargögn viðskipta­manna okk­ar. Við get­um ekki látið það átölu­laust hvorki að þau rati í fjöl­miðla eða blaðamanna né - ef þau rata til blaðamanna - að blöð skuli birta þau,“ seg­ir Tóm­as í sam­tali við mbl.is.

Hann bend­ir á að lög­in um þagn­ar­skyldu hafi verið breytt árið 2002. „Í lög­un­um stend­ur í dag að sá sem veit­ir viðtöku trúnaðar­upp­lýs­ing­um, sem njóta vernd­ar þagna­skyldu­ákvæðis­ins, að þeir séu bundn­ir sam­bæri­legri þagn­ar­skyldu,“ seg­ir Tóm­as.

Tóm­as seg­ist hafa orðið fyr­ir von­brigðum að sjá grein Agnes­ar í sunnu­dags­blaðinu. „Það sem mér fannst eig­in­lega leiðin­leg­ast var að sjá gögn um aðila sem á eng­an hátt tengj­ast þessu, út­gerðarfé­lög eða aðrir sem eiga í viðskipt­um við bank­ann. Að sjá gögn um þeirra viðskipti við bank­ann sett á síður Morg­un­blaðsins. Það var voðal­ega sorg­legt fannst mér,“ seg­ir hann.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert