Grímuklæddir menn sitja um heimili hjá saklausum pilti

Óskar Örn Óskarsson
Óskar Örn Óskarsson Mynd vf.is

Óskar Örn Óskars­son, nem­andi í 10. bekk Njarðvík­ur­skóla, á ekki sjö dag­ana sæla. Yfir hann rign­ir hót­un­um úr öll­um átt­um um að gengið verði frá hon­um. Fyr­ir mis­skiln­ing hef­ur Óskar Örn verið dreg­inn inn í at­b­urðarás þar sem hann var víðsfjarri. Óskari Erni er gert að sök að hafa verið einn af pilt­un­um sem tóku þátt í grófu of­beldi gegn skóla­fé­laga sín­um og tekið var upp á mynd­band við Njarðvík­ur­skóla í síðustu viku. Óskar er hins veg­ar nafni og jafn­aldri eins af pilt­un­um.

Í gær­kvöldi var setið um heim­ili Óskars Arn­ar og meðal ann­ars voru tveir grímu­klædd­ir menn komn­ir upp á húsþak á heim­ili hans.

Móðir Óskars Arn­ar seg­ir í sam­tali við vf.is að hót­an­ir gegn syni sín­um hafi magn­ast mjög  síðustu daga. Í fyrstu hafi þau haldið að þetta myndi ganga yfir um helg­ina. Það hafi ekki gerst og ástandið nú sé orðið óbæri­legt.

Vin­sæll blogg­ari á blog.is birti nöfn fyr­ir fjór­um sól­ar­hring­um, sem hann seg­ir að séu nöfn pilt­anna á of­beld­is­mynd­band­inu. Þar er meðal ann­ars nafnið Óskar Páll. Ein­hverra hluta vegna bein­ast hót­an­irn­ar gegn Óskari Erni, sem var ekki þátt­tak­andi í of­beld­inu á mynd­band­inu.

Hót­an­irn­ar koma víða að og eru ógn­vekj­andi. Þær valda Óskari Erni og fjöl­skyldu hans van­líðan. Stjórn­end­ur Njarðvík­ur­skóla eru meðvitaðir um þau miklu óþæg­indi sem Óskar Örn og fjöl­skylda hans hafa orðið fyr­ir. Óskar Örn sé fyr­ir­mynd­ar­nem­andi í 10. bekk sem sé nú bor­inn röng­um sök­um. Hót­an­ir um of­beldi séu ólíðandi og það sé aðkallandi að leiðrétta strax þann mis­skiln­ing sem kom­inn er upp. Óskar Örn kom hvergi ná­lægt því of­beldi og árás sem tek­in var upp á mynd­band á lóð Njarðvík­ur­skóla á fimmtu­dag í síðustu viku.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert