Hagkaup býður jólalán

Hagkaup í Kringlunni.
Hagkaup í Kringlunni.

Hagkaup hefur ákveðið að bjóða viðskiptavinum sínum og öllum korthöfum að kaupa allt fyrir jólin á einum stað með svonefndu jólaláni Hagkaups. Um er að ræða vaxtalaust lán, sem ber 3% lántökugjald, með greiðsludreifingu í allt að 6 mánuði og fyrstu afborgun í mars 2009.

Til að eiga kost á að taka þessi lán hjá Hagkaupi þurfa viðskiptavinir að hafa greiðslukort. Að öðru leyti þurfa þeir að uppfylla skilyrði um raðgreiðslulán samkvæmt almennum venjum og heimildum. Lánin munu verða afgreidd á merktum afgreiðslukössum í öllum verslunum Hagkaups.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert