Kirkjugarðurinn við Suðurgötu 170 ára

Fyrsta útförin í Hólavallagarði fór fram 23. nóvember 1838.
Fyrsta útförin í Hólavallagarði fór fram 23. nóvember 1838. Morgunblaðið/ Kristinn

Kirkjugarðurinn við Suðurgötu, eða Hólavallagarður, er 170 ára um þessar mundir.  Var fyrst grafið í garðinn 23. nóvember 1838 og fór þann dag fór fram útför með mikilli viðhöfn.

Var þar grafin Guðrún Oddsdóttir, síðari eiginkona Stefáns Stephensens amtmanns á Hvítárvöllum og fyrri kona Þórðar Sveinbjörnssonar yfirdómara og síðar dómstjóra.

Teknar hafa verið yfir 10 þúsund grafir í Hólavallagarði og áætlað er að á næstu tveimur áratugum verði 20-30 nýjar grafir teknar þar.

Árið 1932 var land Hólavallagarðs á þrotum og voru þá einungis eftir fráteknar grafir. Frá þeim tíma hefur því einungis verið grafið í frátekna reiti í garðinum og verður svo næstu ár. Ekki liggja hins vegar fyrir nákvæmar upplýsingar um fjölda frátekinna legstæða, en kistugreftrunum fækkar stöðugt.

Á síðasta ári voru 31 gröf tekin í garðinum, þar af voru 27 duftgrafir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert