Konur og karla í bankana

„Bankaráðin ráða banka­stjór­ana og banka­stjór­ar ráða ein­staka starfs­menn,“ sagði Árni M. Mat­hiesen, fjár­málaráðherra, þegar Sif Friðleifs­dótt­ir, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks, óskaði svara um hvort ráðherra ætlaði að beita sér fyr­ir því að jafn­ræðis verði gætt milli kynja í nýju bönk­un­um hvað varðar launa­kjör og stöðuveit­ing­ar. Áréttaði Árni að stjórn­mála­flokk­arn­ir ættu full­trúa í bankaráðunum. Vísaði hann þó einnig til jafn­rétt­islaga og þess að Jafn­rétt­is­stofa eigi að hafa eft­ir­lit með fram­kvæmd lag­anna.

Þing­menn úr Sjálf­stæðis­flokki, Vinstri græn­um og Frjáls­lynda flokk­in­um tóku und­ir með Sif um mik­il­vægi þess að í bönk­un­um séu karl­ar jafnt sem kon­ur og benti Guðfinna S. Bjarna­dótt­ir, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks, á að á Norður­lönd­un­um hefði verið kom­ist að þeirri niður­stöðu að gríðarleg áhættu­sækni ungra karl­manna hefði m.a. or­sakað bankakrepp­una þar á 10. ára­tugn­um.  Ekki kæmi á óvart að sam­bæri­leg niðurstaða feng­ist hér á landi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert