Óánægð með ræðu á heimasíðu

Frá útifundi á Austurvelli.
Frá útifundi á Austurvelli. mbl.is/Kristinn

Hóp­ur nem­enda við Há­skól­ann í Reykja­vík hef­ur stofnað síðu á sam­skipt­asíðunni Face­book þar sem skorað er á Há­skól­ann í Reykja­vík að fjar­lægja ræðu Katrín­ar Odds­dótt­ur af heimasíðu skól­ans. Ræðuna flutti Katrín á úti­fundi á Aust­ur­velli á laug­ar­dag en hún stund­ar lög­fræðinám við HR.

Nem­end­urn­ir segja, að lagarök í ræðu Katrín­ar eigi sér ekki stoð í raun­veru­leik­an­um og séu langt frá því að vera í nokkru sam­ræmi við það sem kennt sé  við skól­ann. Þar kom­ist hún m.a. að þeirri niður­stöðu að vald­arán sé ekki brot á lög­um. 

Síðan á Face­book

Um­fjöll­un um ræðuna á síðu HR

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert