Rannsóknarfrumvarpi dreift

Frum­varpi um rann­sókn­ar­nefnd, sem fjalla á um aðdrag­anda banka­hruns­ins, var dreift á sér­stök­um út­být­ing­ar­fundi á Alþingi klukk­an 18:30.  Munu umboðsmaður Alþing­is, einn dóm­ari úr Hæsta­rétti og hag­fræðing­ur eða menntaður sér­fræðing­ur sitja í nefnd­inni.

Sturla Böðvars­son, for­seti Alþing­is, og for­menn stjórn­mála­flokk­anna, sem eiga full­trúa á þingi, leggja frum­varpið fram. Þar seg­ir, að  til­gang­ur lag­anna sé að sér­stök rann­sókn­ar­nefnd á veg­um Alþing­is leiti sann­leik­ans um aðdrag­anda og or­sök falls ís­lensku bank­anna 2008 og tengdra at­b­urða. Þá skuli hún leggja mat á hvort um mis­tök eða van­rækslu hafi verið að ræða við fram­kvæmd laga og reglna um fjár­mála­starf­semi á Íslandi og eft­ir­lit með henni, og hverj­ir kunni að bera ábyrgð á því.

Nefnd­in skal í þessu skyni:

  1. Varpa sem skýr­ustu ljósi á aðdrag­anda og or­sak­ir þess vanda ís­lenska banka­kerf­is­ins sem varð Alþingi til­efni til að setja lög nr. 125/​2008, um heim­ild til fjár­veit­ing­ar úr rík­is­sjóði vegna sér­stakra aðstæðna á fjár­mála­markaði o.fl.
  2. Gera út­tekt á regl­um ís­lenskra laga um fjár­mála­markaðinn í sam­an­b­urði við regl­ur annarra landa og fram­kvæmd stjórn­valda á þeim.
  3. Leggja mat á hvernig staðið hafi verið að eft­ir­liti með fjár­mála­starf­semi hér á landi á síðustu árum og upp­lýs­inga­gjöf af því til­efni milli stjórn­valda, til rík­is­stjórn­ar og til Alþing­is.
  4. Koma með ábend­ing­ar og til­lög­ur að breyt­ing­um á lög­um, regl­um, vinnu­brögðum og skipu­lagi op­in­berr­ar stjórn­sýslu sem miða að því að gera ís­lenskt fjár­mála­kerfi fær­ara um að bregðast við þróun og breyt­ing­um á alþjóðleg­um fjár­mála­mörkuðum.
  5. Gera ráðstaf­an­ir til þess að hlutaðeig­andi yf­ir­völd fjalli um mál þar sem grun­ur vakn­ar við rann­sókn nefnd­ar­inn­ar um refsi­verða hátt­semi eða brot á starfs­skyld­um og gera jafn­framt grein fyr­ir þeim mál­um í skýrslu til Alþing­is.
  6. Skila Alþingi skýrslu um rann­sókn­ina ásamt þeim sam­an­tekt­um og út­tekt­um sem nefnd­in ákveður að láta vinna í þágu rann­sókn­ar­inn­ar.

Sam­kvæmt frum­varp­inu er sér­hverj­um, jafnt ein­stak­ling­um, stofn­un­um sem lögaðilum, skylt að verða við kröfu rann­sókn­ar­nefnd­ar­inn­ar um að láta í té upp­lýs­ing­ar, gögn og skýr­ing­ar sem hún fer fram á.  

Skylt verður að verða við kröfu rann­sókn­ar­nefnd­ar um að veita upp­lýs­ing­ar þó að þær séu háðar þagn­ar­skyldu, t.d. sam­kvæmt regl­um um starf­semi fjár­mála­fyr­ir­tækja, sér­stök­um regl­um um ut­an­rík­is­mál, ör­yggi rík­is­ins eða fund­ar­gerðir rík­is­stjórn­ar og ráðherra­funda og fund­ar­gerðir nefnda Alþing­is. Sama gild­ir um upp­lýs­ing­ar sem óheim­ilt er að lög­um að veita fyr­ir dómi nema með samþykki ráðherra, for­stöðumanns eða ann­ars yf­ir­manns viðkom­andi, jafnt hjá hinu op­in­bera sem einka­fyr­ir­tæki.

Frum­varpið í heild  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert