Samtök verslunar og þjónustu gagnrýna LÍÚ

Hrund Rudolfsdóttir, formaður SVÞ
Hrund Rudolfsdóttir, formaður SVÞ

Formaður Sam­taka versl­un­ar og þjón­ustu, (SVÞ) gagn­rýn­ir Lands­sam­band ís­lenskra út­vegs­manna, (LÍÚ) harka­lega fyr­ir hót­an­ir um úr­sögn úr Sam­tök­um at­vinnu­lífs­ins. Formaður SVÞ seg­ir hót­an­ir LÍÚ ekki tíma­bær­ar og sú til­raun LÍÚ að hindra að mál­efnið sé tekið á dag­skrá sé sam­tök­un­um ekki til sóma.

Hrund Rud­olfs­dótt­ir, formaður Sam­taka versl­un­ar og þjón­ustu, gagn­rýn­ir LÍÚ harka­lega í bréfi sem hún send­ir fé­lags­mönn­um SVÞ. Til­efni bréfs­ins er skoðana­könn­un meðal fé­lags­manna Sam­taka at­vinnu­lífs­ins um hvort SA skuli beita sér fyr­ir aðild Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu. LÍÚ brást harka­lega við þess­ari ákvörðun og hótaði úr­sögn úr SA ef sam­tök­un­um yrði beitt til að berj­ast fyr­ir ESB-aðild.

Formaður SVÞ seg­ir í bréfi sínu að eng­in ákvörðun um breyt­ingu á form­legri af­stöðu SA til ESB-aðild­ar hafi verið tek­in. Aðeins sé verið að kanna hug fé­lags­manna SA. Þegar niðurstaða könn­un­ar­inn­ar liggi fyr­ir þurfi að skoða vel hvort sú niðurstaða sé af­ger­andi og skýr og hvort hægt sé með ann­arri aðferðafræði en að beita afli SA, að verða við vilja meiri­hluta fé­lags­manna, þar sem ljóst sé að minni­hluti fé­lags­manna, þ.m.t. LÍÚ, sé slíku sterk­lega mót­fall­inn.

Formaður SVÞ seg­ir ljóst að hags­mun­ir LÍÚ, sem einnig séu hags­mun­ir þjóðar­inn­ar, muni skipa veiga­mik­inn sess þegar og ef til aðild­ar­viðræðna komi. „En sú til­raun LÍÚ að reyna að hindra að mál­efnið sé tekið á dag­skrá og reyna að hindra að aðrir fé­lags­menn fái að tjá sinn vilja og verja sína hags­muni með best­um hætti, er þeim ekki til sóma og þeirra hags­mun­um ekki til fram­drátt­ar,“ seg­ir Hrund Rud­olfs­dótt­ir, formaður SVÞ í bréfi til fé­lags­manna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert