Segja fullyrðingar ekki eiga við Glitni sjóði

Glitnir sjóðir hf. hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir, að fullyrðingar Atla Gíslasonar, alþingismanns, í frétt í mbl.is í dag um að  stærstu eigendur viðskiptabankanna hafi notað peningamarkaðssjóði í sína þágu fyrir bankahrunið eigi alls ekki við peningamarkaðssjóði í rekstri Glitnis sjóða.

Yfirlýsingin er eftirfarandi: 

„Vegna fréttar mbl.is í dag, miðvikudag 26. nóvember, um að stærstu eigendur viðskiptabankanna hafi notað peningamarkaðssjóði í sína þágu fyrir bankahrunið vilja Glitnir Sjóðir koma því á framfæri að fullyrðingar þingmannsins eiga alls ekki við peningamarkaðssjóði í rekstri Glitnis sjóða hf . Glitnir sjóðir hf. er rekstrarfélag verðbréfa- og fjárfestingarsjóða Glitnis, með sérstaka stjórn sem er óháð bankanum og eigendum hans, eru sjóðir Glitnis skráðir í Kauphöll Íslands og er árshlutareikningar því opinberir. Það er hinsvegar ljóst að bankahrunið hafði mikil áhrif á peningamarkaðssjóði Glitnis sem og aðra sambærilega sjóði á Íslandi."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert