Stóra viðræðunefnd SGS kölluð til fundar

Stóra viðræðunefnd Starfs­greina­sam­bands Íslands hef­ur verið boðuð til fund­ar með Launa­nefnd sveit­ar­fé­laga í húsa­kynn­um sátta­semj­ara í fyrra­málið. Launa­nefnd­in kynnti í dag til­boð sitt til SGS. Þar er gert ráð fyr­ir rúm­lega 20 þúsund króna hækk­un taxta­launa og fram­lagi í end­ur­hæf­ing­ar­sjóð. Samn­ings­tím­inn er hins veg­ar það sem út af stend­ur.

Samn­ing­ar stétt­ar­fé­lag­anna við sveit­ar­fé­lög renna út 30. nóv­em­ber og seg­ist Signý Jó­hann­es­dótt­ir, sviðsstjóri sviðs starfs­manna rík­is og sveit­ar­fé­laga hjá SGS hæfi­lega bjart­sýn um að hægt verði að ganga frá nýj­um samn­ingi á næstu dög­um.

„Komi ekk­ert sér­stakt upp á þá ætt­um við að geta skrifað und­ir nýj­an samn­ing áður en nú­gild­andi samn­ing­ur renn­ur út á sunnu­dag,“ seg­ir Signý Jó­hann­es­dótt­ir.

Hún seg­ist ekki vilja út­tala sig um til­boð Launa­nefnd­ar sveit­ar­fé­laga fyrr en það hef­ur verið kynnt fé­lags­mönn­um.

Viðræðunefnd starfs­greina­sam­bands­ins, þ.e.a.s. þau fé­lög sem hafa falið sam­band­inu samn­ings­um­boð, hitt­ist klukk­an 9 í fyrra­málið til að fara yfir til­boð Launa­nefnd­ar sveit­ar­fé­laga.

All­mörg fé­lög ákváðu að sjá sjálf um samn­ings­gerðina, þeirra á meðal Afl - Starfs­greina­fé­lag á Aust­ur­landi, Fram­sýn stétt­ar­fé­lag í Þing­eyj­ar­sýsl­um, Verka­lýðsfé­lag Akra­ness, Hlíf í Hafnar­f­irði, Efl­ing og Dríf­andi í Vest­manna­eyj­um. Bú­ist er við að Launa­nefnd­in leggi til­boð fyr­ir þessi fé­lög á næstu dög­um.

Launa­nefnd sveit­ar­fé­laga og Reykja­vík­ur­borg vinna mjög náið sam­an og er til­boð LN til SGS því keim­líkt því til­boði sem Reykja­vík­ur­borg lagði fyr­ir Efl­ingu. Þar var boðið upp á 20.300 króna taxta­hækk­un frá 1. des­em­ber og 0,13% fram­lagi í end­ur­hæf­ing­ar­sjóð.

Launa­nefnd­in vill semja til allt að eins árs en stétt­ar­fé­lög­in telja rétt að semja til skemmri tíma eða til vors 2009.

Signý Jóhannesdóttir
Signý Jó­hann­es­dótt­ir
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert