Yfir 100 manns sagt upp hjá Húsasmiðjunni

Húsa­smiðjan seg­ir 99 fa­stráðnum starfs­mönn­um fyr­ir­tæk­is­ins upp um mánaðamót­in. Þá verður tölu­verðum fjölda lausa­manna sagt upp. Þetta kom, sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is, fram á fund­um, sem haldn­ir hafa verið með starfs­fólki fyr­ir­tæk­is­ins, í dag og kvöld.

Stjórn­end­ur Húsa­smiðjunn­ar hafa að und­an­förnu þingað um aðhaldsaðgerðir vegna veru­legs sam­drátt­ar í sölu hjá versl­un­um fyr­ir­tæk­is­ins. Sömu­leiðis hef­ur skuld­astaða fyr­ir­tæk­is­ins verið mjög erfið en rekst­ur­inn hef­ur að stór­um hluta verið fjár­magnaður með er­lend­um lán­um.

Í dag var til­kynnt að fundað yrði með starfs­mönn­um hverr­ar rekstr­arein­ing­ar fyr­ir sig og voru fund­ir tíma­sett­ir eft­ir lok­un. Síðasti fund­ur verður í Skútu­vogi en þar er opið til klukk­an 21 í kvöld. 

Um 750 manns starfa hjá fyr­ir­tæk­inu og er því rúm­lega tí­unda hluta starfs­manna sagt upp nú. Fyrr á ár­inu gripu stjórn­end­ur Húsa­smiðjunn­ar til aðhaldsaðgerða og sögðu þá upp starfs­fólki.

Húsa­smiðjan rek­ur 21 versl­un og á auk þess Blóma­val, EGG, Ískraft og heild­versl­un HGG og eru þess­ar versl­an­ir sam­tals 31 á landsvísu. 

Versl­un Húsa­smiðjunn­ar í Ögur­hvarfi í Kópa­vogi verður lokað og sömu­leiðis pípu­versl­un fyr­ir­tæk­is­ins í Skútu­vogi. Af­greiðslu­tími versl­ana  Húsa­smiðjunn­ar og Blóma­vals í Skútu­vogi verður stytt­ur frá því sem nú er og veðrur aðeins opið til klukk­an 19 í stað 21 eins og nú er.

Þá er ætl­un­in að timb­ursöl­unni í Súðar­vogi verði lokað og timb­ursala flytj­ist í versl­an­ir Húsa­smiðjunn­ar í Grafar­holti og Skútu­vogi.

Ætl­un­in er að efla rekst­ur Húsa­smiðjunn­ar í Grafar­holti en  þýska bygg­inga­vöru­versl­un­ar­keðjan Bauhaus hyggst opna þar versl­un, þó þeim áform­um hafi verið slegið á frest í bili.

Ein­hverj­um þeirra fa­stráðnu starfs­manna sem fengu upp­sagn­ar­bréf verður boðin vinna í öðrum deild­um fyr­ir­tæk­is­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka