Vilja tengja íslensku krónuna við þá norsku

mbl.is/Júlíus

Þrír þing­menn Frjáls­lynda flokks­ins hafa lagt fram þings­álykt­un­ar­til­lögu um að rík­is­stjórn­inni verði falið að kanna mögu­leika á því að tengja ís­lensku krón­una við aðra mynt, t.d. norsku krón­una í sam­ráði og sam­starfi við norsk stjórn­völd.

Reyn­ist þess ekki kost­ur verði kannaðir mögu­leik­ar á að taka upp evru sem gjald­miðil, með eða án sam­ráðs við Evr­ópu­sam­bandið.

Jón Magnús­son er fyrsti flutn­ings­maður til­lög­unn­ar en meðflutn­ings­menn eru Guðjón A. Kristjáns­son og Grét­ar Mar Jóns­son. Fjórði þingmaður flokks­ins, Krist­inn H. Gunn­ars­son, er hins veg­ar ekki meðflutn­ings­maður. 

Í grein­ar­gerð segj­ast flutn­ings­menn til­lög­unn­ar telja óvar­legt að gera nýja til­raun með að fleyta krón­unni. Ef til vill verði ekki hjá því kom­ist ein­hverja hríð en þar verði þó að fara var­lega og gæta þess að fjár­streymi úr land­inu verði tak­markað svo sem kost­ur er meðan sú skip­an helst.

„ Ljóst er af fyrri reynslu að fleyt­ing krón­unn­ar er áhættu­söm. Íslenskt at­vinnu­líf býr þá ekki við nauðsyn­leg­an stöðug­leika. Þá ligg­ur líka fyr­ir að þessi leið er afar kostnaðar­söm fyr­ir þjóðina. Flutn­ings­menn telja mik­il­vægt að ís­lenska þjóðin taki ekki versta kost­inn, flot­krónu og áfram­hald­andi verðtrygg­ingu, þegar völ er á öðrum mun betri," seg­ir í grein­ar­gerðinni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert