Yfir 100 milljarða halli á fjárlögum

Gunnar Svavarsson
Gunnar Svavarsson

Það stefn­ir í að halli á fjár­lög­um næsta árs verði um eða yfir 100 millj­arðar króna. Gert var ráð fyr­ir 60 millj­arða halla þegar fjár­laga­frum­varp næsta árs var lagt fram 1.októ­ber.

Gunn­ar Svavars­son, formaður fjár­laga­nefnd­ar Alþing­is, sagði í sam­tali við RÚV að tekj­ur rík­is­ins myndu drag­ast sam­an en út­gjöld­in að sama skapi aukast. Mik­il­vægt væri að huga að vel­ferðarþjón­ustu og at­vinnu­stigi í land­inu.

Stefnt er að ann­arri umræðu um fjár­lög næsta árs 10. des­em­ber og loka­af­greiðslu um miðjan des­em­ber.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka