Það stefnir í að halli á fjárlögum næsta árs verði um eða yfir 100 milljarðar króna. Gert var ráð fyrir 60 milljarða halla þegar fjárlagafrumvarp næsta árs var lagt fram 1.október.
Gunnar Svavarsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis, sagði í samtali við RÚV að tekjur ríkisins myndu dragast saman en útgjöldin að sama skapi aukast. Mikilvægt væri að huga að velferðarþjónustu og atvinnustigi í landinu.
Stefnt er að annarri umræðu um fjárlög næsta árs 10. desember og lokaafgreiðslu um miðjan desember.