58% vilja kjósa

mbl.is/Kristinn

Rúm­lega 58% kjós­enda vilja flýta alþing­is­kos­ing­um og að kosið verði í vet­ur eða vor. Þetta eru niður­stöður skoðana­könn­un­ar sem Capacent Gallup hef­ur gert fyr­ir vef­ritið Smuguna.

Fram kem­ur, að sjö af hverj­um tíu stuðnings­mönn­um Sam­fylk­ing­ar­inn­ar vilja flýta kosn­ing­um  og rúm­lega átta af hverj­um tíu stuðnings­mönn­um Vinstri grænna. 8% stuðnings­manna Sjálf­stæðis­flokks vilja kosn­ing­ar áður en kjör­tíma­bilið er úti. Sex af hverj­um tíu stuðning­mönn­um ann­ara flokka vilja kjósa fyrr.

Könn­un­in er net­könn­un sem gerð var dag­ana 20. til 27 nóv­em­ber. End­an­legt úr­tak var 1100 manns á öllu land­inu, á aldr­in­um 18 til 75 ára, handa­hófs vald­ir úr viðhofs­hópi Capacent Gallup.  Spurt var: Ertu hlynnt(ur) eða and­víg(ur) að alþing­is­kosn­ing­um verði flýtt og boðað verði til kosn­inga í vet­ur eða vor? Svar­hlut­fall var 62,5%.

Smug­an.is 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert