Á ekki von á byltingu

Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn segir í viðtali við norska sjónvarpsmenn sem hefur verið birt á Youtube að spennan í þjóðfélaginu sé svo mikil að lítill neisti gæti komið af stað sprengingu á meðal mótmælenda. Hann hafi upplýsingar um að lítill hópur mótmælenda vilji koma ríkisstjórninni frá með öllum ráðum, jafnvel fara inn í Alþingishúsið.

Geir Jón segist í dag hafa verið að lýsa sinni upplifun af  mótmælunum á Austurvelli þar sem eggjum hafi fyrst verið kastað að Alþingishúsinu. Hann hafi einnig verið að lýsa þeim kröfum sem væru uppi í samfélaginu en ástandið hafi verið mjög viðkvæmt um tíma. Hann segist telja að mótmælin á Austurvelli hafi síðar þróast í friðsamari átt og spennan á Austurvelli sé minni þrátt fyrir atburðina við Lögreglustöðina sem hafi verið vegna eins afmarkaðs atviks.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka