Aflétta fjöldatakmörkunum í iðjuþjálfun

mbl.is

Háskólaráð Háskólans á Akureyri hefur ákveðið að aflétta fjöldatakmörkunum, (Numerus Clausus), í iðjuþjálfun. allir nemendur  fyrsta ári sem standast lágmarkskröfur geta því haldið áfram námi á vormisseri 2009.

Í tilkynningu frá HA segir að með breytingunni sé tekið tillit til efnahagsástandsins og komið í veg fyrir að þeir sem hefðu ekki komist í gegnum fjöldatakmörkunina hrektust út í atvinnuleysi.

Fjöldatakmörkunin var 25 nemendur en nú eru 29 nemendur skráðir til náms á fyrsta ári.

Í samráði við Iðjuþjálfafélag Íslands munu starfsmenn heilbrigðisdeildar leita leiða til að leysa vanda er upp kann að koma í tengslum við vettvangsnám fyrir þennan hóp, enda sé þessi fjölgun nemenda undantekning frá reglunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert