Guðrún Björg HF, gamall 250 tonna togari sem smíðuð var í A-Þýskalandi árið 1959, sökk skammt austur af Aberdeen í nótt. Skipið Gréta SI-71 var með Guðrúnu Björgu í togi og átti að flytja hana í brotajárn. Enginn var um borð í skipinu þegar það sökk og áhöfninni á Grétu varð ekki heldur meint af.
Ekki er talið að um mengunarhættu sé að ræða þar sem engin olía var um borð. Að sögn vaktstöðvar siglinga var haft samband við bresku strandgæsluna.