Fyrsti hluti lánsins frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (IMF) hefur borist inn á reikning Seðlabanka Íslands, skv. áreiðanlegum heimildum úr Seðlabankanum. Eins og fram hefur komið er fyrsti hluti lánsins 827 milljónir bandaríkjadala. Þær eru því nú þegar orðnar hluti af gjaldeyrisforða bankans.
Þingsályktunartillaga forsætisráðherra um aðstoð frá sjóðnum er enn í meðförum Alþingis. Hún er til umfjöllunar í nokkrum þingnefndum, sem munu skila niðurstöðum sínum til utanríkismálanefndar. Hún skilar svo endanlegu nefndaráliti.
Afgangur lánsins kemur í átta jöfnum greiðslum, upp á 155 milljónir dollara hver.