IMF byrjaður að lána Íslandi

Frá fundi IMF
Frá fundi IMF Reuters

Fyrsti hluti láns­ins frá Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðnum (IMF) hef­ur borist inn á reikn­ing Seðlabanka Íslands, skv. áreiðan­leg­um heim­ild­um úr Seðlabank­an­um. Eins og fram hef­ur komið er fyrsti hluti láns­ins 827 millj­ón­ir banda­ríkja­dala. Þær eru því nú þegar orðnar hluti af gjald­eyr­is­forða bank­ans.

Þings­álykt­un­ar­til­laga for­sæt­is­ráðherra um aðstoð frá sjóðnum er enn í meðför­um Alþing­is. Hún er til um­fjöll­un­ar í nokkr­um þing­nefnd­um, sem munu skila niður­stöðum sín­um til ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar. Hún skil­ar svo end­an­legu nefndaráliti.

Af­gang­ur láns­ins kem­ur í átta jöfn­um greiðslum, upp á 155 millj­ón­ir doll­ara hver.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert