Innbrotsþjófar á ferð í Árnessýslu

Lögreglan leitar þjófanna.
Lögreglan leitar þjófanna. mbl.is/Júlíus

Tals­vert var um inn­brot í Árnes­sýslu í nótt að sögn lög­regl­unn­ar á Sel­fossi. M.a. hafa fimm til­kynn­ing­ar um inn­brot í bíla hafa borist lög­reglu í dag. Þá var brot­ist inn í gos­geymslu á Sel­fossi og í sum­ar­bú­stað í Grím­nesi.

Að sögn lög­reglu var brot­ist inn í alla bíl­ana á Gagn­heiði og þykir ljóst að sami aðili eða sömu aðilar hafi verið á ferð. Litlu var stolið en bíl­arn­ir voru skemmd­ir tals­vert. T.d. voru rúður brotn­ar í þeim öll­um. Lög­regl­an seg­ir hins veg­ar að þjóf­arn­ir hafi stolið dekkj­um und­an ein­um jeppa. Verðmæti þeirra eru sögð nema á annað hundruð þúsund kr.

Einnig var brot­ist inn gos­geymslu hjá Olís á Sel­fossi. Þjóf­ur­inn hafði eitt­hvað af gosi á brott með sér.

Þá var til­kynnt um inn­brot í sum­ar­bú­stað í Gríms­nesi í nótt. Þar var raf­magns­tækj­um stolið. 

Eng­inn hef­ur verið hand­tek­inn og eru mál­in í rann­sókn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert