Innbrotsþjófar á ferð í Árnessýslu

Lögreglan leitar þjófanna.
Lögreglan leitar þjófanna. mbl.is/Júlíus

Talsvert var um innbrot í Árnessýslu í nótt að sögn lögreglunnar á Selfossi. M.a. hafa fimm tilkynningar um innbrot í bíla hafa borist lögreglu í dag. Þá var brotist inn í gosgeymslu á Selfossi og í sumarbústað í Grímnesi.

Að sögn lögreglu var brotist inn í alla bílana á Gagnheiði og þykir ljóst að sami aðili eða sömu aðilar hafi verið á ferð. Litlu var stolið en bílarnir voru skemmdir talsvert. T.d. voru rúður brotnar í þeim öllum. Lögreglan segir hins vegar að þjófarnir hafi stolið dekkjum undan einum jeppa. Verðmæti þeirra eru sögð nema á annað hundruð þúsund kr.

Einnig var brotist inn gosgeymslu hjá Olís á Selfossi. Þjófurinn hafði eitthvað af gosi á brott með sér.

Þá var tilkynnt um innbrot í sumarbústað í Grímsnesi í nótt. Þar var rafmagnstækjum stolið. 

Enginn hefur verið handtekinn og eru málin í rannsókn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert