Kaupþing réð ferðinni í Gift

mbl.is/Sverrir

Stjórn Giftar gat ekki selt meira en 15 prósent af eignum sínum nema með samþykki Kaupþings, samkvæmt ákvæði í lánasamningi sem Gift gerði við Kaupþing í desember í fyrra. Þá keypti Gift hlut í Kaupþingi fyrir um 20 milljarða sem áður var í eigu fjárfestingarfélagsins Gnúps. Með samningnum réð Kaupþing hvernig viðskiptum var háttað með hlut Giftar í bankanum sem var meðal tíu stærstu hluthafa í bankanum þegar hann féll í byrjun október. Markaðsvirði hlutar Giftar í Kaupþingi var um 12,5 milljarðar króna þegar bankinn féll.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins deildu stjórnarmenn Giftar á Þórólf Gíslason, kaupfélagsstjóra Kaupfélags Skagfirðinga, sem var stjórnarformaður Giftar þegar samningurinn var gerður. Drög að samningnum sem kynnt höfðu verið fyrir stjórn Giftar gerðu ekki ráð fyrir að ákvæði um að ráðstöfun eigna Giftar gæti verið í höndum Kaupþings.

Samkvæmt greinargerð sem stjórn Giftar sendi skilanefnd Samvinnutrygginga síðastliðinn þriðjudag eru skuldir Giftar umfram eignir á þriðja tug milljarða kr.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert