Loka vinstri beygju af Bústaðavegi

Borg­ar­ráð samþykkti á fundi sín­um í morg­un til­lögu þess efn­is að loka vinstri beygju af Bú­staðavegi inn á Reykja­nes­braut í Elliðaár­dal. Lokað verður í árs­byrj­un 2009 og var­ir lok­un­in í sex mánuði til reynslu. Á reynslu­tím­an­um er ætl­un­in að kanna hve mikið lok­un­in greiðir fyr­ir um­ferð á þess­um gatna­mót­um og stytt­ir biðraðir sem mynd­ast á anna­tím­um.

Gatna­mót Bú­staðaveg­ar og Reykja­nes­braut­ar hafa verið til skoðunar um nokk­urn tíma þar sem til umræðu hef­ur verið að gera til­raun með lok­un á vinstri beygj­unni inn á Reykja­nes­braut. Um­hverf­is- og sam­gönguráð samþykkti ein­róma til­lögu þessa efn­is á fundi sín­um í vik­unni. Áður en til­raun­in kem­ur til fram­kvæmda verður málið kynnt vel fyr­ir íbú­um hverf­is­ins og ör­yggi skóla­barna í hverf­inu tryggt með viðeig­andi aðgerðum.  

Um­ferð á Rétt­ar­holts­vegi, Soga­vegi og Bú­staðavegi verður tal­in fyr­ir og eft­ir breyt­ingu til að sjá áhrif­in sem breyt­ing­in veld­ur í aðliggj­andi íbúðahverf­um. Fram­kvæmd­in verður kynnt í viðkom­andi hverf­aráðum fyr­ir og eft­ir reynslu­tím­ann.

Sam­ráð verður haft við Vega­gerðina um fram­kvæmd­ir en stefnt er að lok­un vinstri beygj­unn­ar þegar birta fer af degi á nýju ári.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert