Áskorun gegn áskorun

Fjöldi fólks mætti á mótmælin á Austurvelli.
Fjöldi fólks mætti á mótmælin á Austurvelli. mbl.is

Háskólinn í Reykjavík ætlar ekki að fjarlægja ræðu laganemans Katrínar Oddsdóttur af síðu skólans. Ræðuna flutti Katrín á mótmælafundi við Austurvöll sl. laugardag og hafa nokkrir samnemendur hennar gagnrýnt hana.

Hafa tvær síður á Facebook síðu verið stofnaðar um málið, önnur er áskorun til skólans um að taka niður ræðuna, hin er áskorun gegn áskoruninni.

Að sögn Jóhanns Hlíðars Harðarsonar, upplýsingafulltrúa HR, birtist ræða Katrínar á síðu skólans undir sérstökum dálki sem nefnist „HR-ingar í fjölmiðlum“ og er þeim dálki ekki ætlað að hampa nemendum eða kennurum skólans heldur vekja athygli á því þegar HR-ingar taka þátt í opinberri umræðu eða komast í fréttir fjölmiðla.

Katrín segir reynt að brjóta á tjáningarrétti HR með því að krefjast þess að ræðan sé tekin út. Hvað varðar fjóra skólabræður hennar sem skrifuðu grein í Morgunblaðið í dag, gegn ræðu hennar, segir hún engan þeirra hafa komið til hennar og sagt hvað þeim þætti aðfinnsluvert í málflutningi hennar. „Það er frekar verið að stofna Facebook síður sem mér finnst áhugavert og eineltislegt ef maður skoðar það í stóra samhenginu.“

Hún segir að í öllum alvöru háskólum þrífist umræður og fólk eigi rétt á skoðunum sínum. „Ég held að HR ætti að fagna því að það séu alls konar skoðanir innan skólans enda held ég að skólinn geri það.“

Síðan á Facebook

Umfjöllun um ræðuna á síðu HR
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert