Ríkisstjórnin stokki upp

Gylfi Arnbjörnsson.
Gylfi Arnbjörnsson. mbl.is/Frikki

Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, sagði í morgunþætti Rásar 2 í dag, að ríkisstjórnin verði að skapa sér vinnufrið með því að stokka upp í eigin röðum og í Seðlabankanum. Fyrr muni hún ekki ávinna sér traust. Gylfi sagðist ekki vera þeirrar skoðunar að heppilegt væri að kjósa til þings nú.

Fram kemur í Fréttablaðinu í dag, að forusta ASÍ hafi á fundi með ráðherrum í gær komið þeirri skoðun á framfæri, að hún teldi að Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra, og Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra, eigi að víkja.

Haft er eftir Geir H. Haarde, forsætisráðherra, að ómaklega hafi verið vegið að þessum tveimur ráðherrum að undanförnu og það sé málefni stjórnarflokkanna hvernig ríkisstjórnin sé skipuð. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert