Slæmt ferðaveður er á öllu norðanverðu landinu, ófært og stórhríð. Óveður er á Holtavörðuheiði og Vatnsskarð er ófært. Þæfingur og stórhríð er á Öxnadalsheiði. Víkurskarð og Hólasandur eru ófær, þar er stórhríð. Á sunnanverðum Vestfjörðum er ófært og stórhríð á Klettshálsi. Fjarðarheiðin er ófær og óveður er í Fagradal. Greiðfært er á Suðurlandi en víða hálkublettir. Suðaustanlands eru hálkublettir og snjóþekja.
Suðurland: Greiðfært á flestum aðalleiðum en hálkublettir eru víða í uppsveitum.
Vesturland: Hálkublettir og snjóþekja. Óveður er á Holtavörðuheiði.
Sunnanverðir Vestfirðir: Ófært og stórhríð á Klettshálsi. Hálkublettir og stórhríð er á Hjallahálsi og Ódrjúgshálsi annars hálkublettir og snjóþekja. Hálka er á Hálfdán. Hafin er mokstur á Steingrímsfjarðarheiði og í Ísafjarðardjúpi.
Norðurland vestra: Ófært og stórhríð á Vatnsskarði. Mokstur er hafin í Langadal upp frá Blönduósi. Þverárfjallið er orðið fært og þar er snjóþekja. Hálka og stórhríð er á Siglufjarðarvegi. Hálkublettir eru í Húnavatnssýslum og stórhríð við Gauksmýri. Í Skagafirði er hálka og skafrenningur. Í Norðurárdal í Skagafirði er hálka og stórhríð, þæfingur og stórhríð er á Öxnadalsheiði.
Norðurland eystra: Ófært og stórhríð á Víkurskarði og Hólasandi. Þungfært og stórhríð er á Grenivíkurvegi, Mývatnsheiði og í Dalsmynni. Snjóþekja og stórhríð er á Fljótsheiði. Óveður, hálkublettir og snjóþekja er frá Kópaskeri í Vopnafjörð. Þæfingsfærð og stórhríð er frá Reykjahlíð í Mývatnssveit í Jökuldal og á Vopnafjarðarheiði.
Austurland: Ófært á Fjarðarheiði. Snjóþekja og óveður í Fagradal. Hálkublettir og snjóþekja á öðrum leiðum.