Stóðu vakt fyrir fjármálaöflin

Stjórnvöld sváfu ekki á verðinum heldur stóðu þau vaktina fyrir fjármálaöflin á of ríkan og gjafmildan hátt. Þetta sagði Ögmundur Jónasson, þingmaður VG, í umræðum um hvítbókarnefndina á Alþingi í dag. Þegar Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, spurði Ögmund út í þessi ummæli sagði hann markaðsöflum hafa verið gefinn of laus taumurinn og fjármálakerfinu ekki settar nægjanlegar skorður í lögum.


Allir flokkar standa að frumvarpi um hvítbókarnefndina en í henni eiga að sitja þrír nefndarmenn sem síðan mega ráða sér aðstoðarfólk og skipa starfshópa um hluta verkefna. Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis og frummælandi, sagði að ákveðið hefði verið að hafa nefndarmenn fá til að vinna mætti verkið sem hraðast.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert