Undrandi á forseta ASÍ

Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra segist undrandi á yfirlýsingum Gylfa Arnbjörnssonar forseta ASÍ sem hefur ítrekað lýst því yfir að hann og Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra eigi að segja af sér vegna bankahrunsins.

Árni segir að Gylfa Arnbjörnssyni sé fullkunnugt að engar eftirlitsstofnanir með bönkunum heyri undir fjármálaráðuneytið. Hann segir að auðvitað sé pólitísk ábyrgð í þessu máli eins og flestum öðrum. Hann deili henni að sjálfsögðu með þeim sem hafi verið í ríkisstjórn á þessu tímabili.

Ákvarðanir embættismanna varðandi þetta mál heyri hinsvegar ekki undir fjármálaráðuneytið. Gylfi verði að leita annað til að finna sökudólga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka