Veðurstofan varar við stormi víða um land í dag. Spáð er vaxandi norðanátt, víða 18-23 m/s í dag. Frost verður yfirleitt á bilinu 0-5 stig og á að lægja þegar líður á kvöldið. Einnig má búast við miklum vindsveipum á Kjalarnesi og í Staðarsveit á Snæfellsnesi.
Vegagerðin varar við slæmu ferðaveðri á norðanverðu landinu. Á Suðurlandi er greiðfært á flestum aðalleiðum en hálkublettir víða í uppsveitum. Á Vesturlandi eru hálkublettir og snjóþekja. Á Austurlandi er verið að hreinsa vegi og Suðaustanlands eru hálkublettir og snjóþekja.