Verið að veita róttæka heimild

Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri samtaka fjármálafyrirtækja.
Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri samtaka fjármálafyrirtækja. Mbl.is/Þorkell

Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri samtaka fjármálafyrirtækja, telur að frumvarp um breytingar á gjaldeyrislögum muni veita ríkisstjórninni afar róttæka heimild. Hann minnir á mikilvægi þess að ríkisstjórnin, atvinnulífið og launþegar séu samstíga um aðgerðir gegn kreppunni. 

„Þetta kom manni á óvart eins og mörgum öðrum. Ég hef ekki náð að  lesa frumvarpið í gegn og tjái mig um málið með þeim fyrirvara. Það er hins vegar alveg ljóst útfrá því hvernig málið er lagt upp að hér er verið að veita ákaflega róttæka heimild sem hlýtur að vera afar vandmeðfarin,“ segir Guðjón og heldur áfram.

 „Ef þessar heimildir verða notaðar í ríkum mæli með víðtæku inngripi gætu áhrifin jafnvel orðið önnur en að er stefnt. Við stöndum frammi fyrir miklum erfiðleikum og því ríður mjög á að stjórnvöld eigi gott samstarf við atvinnuveitendur og launþega í landinu um þau úrræði sem gripið er til í því skyni að koma okkur út úr þeim ólgusjó sem hagkerfið er í.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert