Verið að veita róttæka heimild

Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri samtaka fjármálafyrirtækja.
Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri samtaka fjármálafyrirtækja. Mbl.is/Þorkell

Guðjón Rún­ars­son, fram­kvæmda­stjóri sam­taka fjár­mála­fyr­ir­tækja, tel­ur að frum­varp um breyt­ing­ar á gjald­eyr­is­lög­um muni veita rík­is­stjórn­inni afar rót­tæka heim­ild. Hann minn­ir á mik­il­vægi þess að rík­is­stjórn­in, at­vinnu­lífið og launþegar séu sam­stíga um aðgerðir gegn krepp­unni. 

„Þetta kom manni á óvart eins og mörg­um öðrum. Ég hef ekki náð að  lesa frum­varpið í gegn og tjái mig um málið með þeim fyr­ir­vara. Það er hins veg­ar al­veg ljóst út­frá því hvernig málið er lagt upp að hér er verið að veita ákaf­lega rót­tæka heim­ild sem hlýt­ur að vera afar vandmeðfar­in,“ seg­ir Guðjón og held­ur áfram.

 „Ef þess­ar heim­ild­ir verða notaðar í rík­um mæli með víðtæku inn­gripi gætu áhrif­in jafn­vel orðið önn­ur en að er stefnt. Við stönd­um frammi fyr­ir mikl­um erfiðleik­um og því ríður mjög á að stjórn­völd eigi gott sam­starf við at­vinnu­veit­end­ur og launþega í land­inu um þau úrræði sem gripið er til í því skyni að koma okk­ur út úr þeim ólgu­sjó sem hag­kerfið er í.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert