Virðisaukaskattur dróst saman um 9,5% í október

Virðisaukaskattur í októbermánuði dróst saman 9,5% að nafnvirði en sá skattur kemur af smásölu fyrir mánuðina júlí og ágúst. Þegar horft er til 6 mánaða hlaupandi meðaltals nemur raunlækkun veltuskatta nú 18% á milli ára sem er mesta raunlækkun um árabil.

Þetta kemur fram í vefriti fjármálaráðuneytisins. Segir ráðuneytið, að þetta sé enn ein vísbending um að dregið hafi verulega úr umsvifum í hagkerfinu. 

Handbært fé frá rekstri nam 24,2 milljörðum króna fyrstu 10 mánuði ársins, sem er 31,8 milljörðum lakari útkoma heldur en á sama tíma í fyrra. Innheimtar tekjur voru 14,4 milljörðum hærri en á sama tíma árið 2007 en greidd gjöld 59,3 milljörðum hærri.

Hreinn lánsfjárjöfnuður er jákvæður um 30,2 milljarða sem er 40,7 milljörðum betri útkoma en í fyrra. Afborganir lána reyndust 12,4 milljörðum hærri en á sama tíma í fyrra og lántökur 139,7 milljörðum hærri. Breyting á handbæru fé var því 167,9 milljörðum meiri en á sama tíma 2007.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert