Aðgerðirnar kynntar eftir helgi

Ríkisstjórn Íslands.
Ríkisstjórn Íslands. mbl.is/Brynjar Gauti

Rík­is­stjórn­in mun skýra frá þeim aðgerðum sem hún hyggst grípa til í því skyni að koma fyr­ir­tækj­um lands­ins til hjálp­ar eft­ir helg­ina, að sögn Grétu Ingþórs­dótt­ur, aðstoðar­manns for­sæt­is­ráðherra.

Full­trú­ar at­vinnu­lífs­ins, verka­lýðshreyf­ing­ar­inn­ar og sveit­ar­fé­laga komu sam­an til fund­ar með fjór­um ráðherr­um rík­is­stjórn­ar­inn­ar í Ráðherra­bú­staðnum í dag til að fara yfir stöðu mála.

„Það var farið vel yfir marga hluti. Menn voru að lýsa stöðunni eins og hún blas­ir við þeim og hvaða aðgerðir þeim finnst aðkallandi að ráðast í. Menn lýstu yfir vilja til sam­ráðs á báða bóga,“ seg­ir Gréta. 

Gylfi Arn­björns­son, for­seti Alþýðusam­bands Íslands, sat fund­inn í Ráðherra­bú­staðnum.

Aðspurður um efni fund­ar­ins seg­ir Gylfi að þrýst hafi verið á rík­is­stjórn­ina að skýra frá þeim aðgerðum sem hún hyggst grípa til í því skyni að koma fyr­ir­tækj­um lands­ins til hjálp­ar.

„Sam­tök á vinnu­markaði, launa­meg­in og at­vinnu­veit­enda­meg­in, funduðu í gær og þessi fund­ur í dag var fram­hald á því. Við vor­um ásamt full­trú­um Sam­taka at­vinnu­lífs­ins ákveðin í að fá fram upp­lýs­ing­ar um hvar það mark­mið rík­is­stjórn­ar­inn­ar væri statt sem kynnt var fyr­ir tveim­ur vik­um um aðgerðir gagn­vart fyr­ir­tækj­un­um. Við erum al­veg sam­mála Sam­tök­um at­vinnu­lífs­ins í því að það er ákaf­lega mik­il­vægt að fá slík­ar aðgerðir fram sem fyrst, vegna þess að það er verið að segja upp okk­ar fólki í þúsunda­vís. Það er mik­il­vægt að rík­is­stjórn­in grípi til aðgerða, láti þetta ekki bara ger­ast."

Gylfi seg­ir það vilja ASÍ að halda samþykkta kjara­samn­inga.

„Það er ljóst að Alþýðusam­band Íslands og Sam­tök at­vinnu­lífs­ins hafa kjara­samn­ing til nóv­em­ber­loka 2010. Það er ákveðin samstaða meðal okk­ar að það séu verðmæti í þeim samn­ingi sem ber að halda í gildi. Þótt að for­send­ur hans séu brostn­ar eru í hon­um ákveðin verðmæti fyr­ir okk­ar fólk og fyr­ir fyr­ir­tæk­in," seg­ir Gylfi, sem vís­ar til kom­andi fjár­laga.

„Það er auðvitað mik­il­vægt fyr­ir okk­ur sam­tök launa­fólks og fyr­ir­tæk­in að sjá í fjár­lög­in og hvað stjórn­völd hyggj­ast gera á næsta ári. Þess vegna þótti mik­il­vægt að fá fram upp­lýs­ing­ar um þær aðgerðir sem grípa á til fyr­ir­tækj­un­um til hjálp­ar í þessu form­lega sam­ráði stjórn­valda, aðila vinnu­markaðar­ins og sveit­ar­fé­lag­anna, sem hafa ekki tekið form­lega þátt í viðræðunum áður,“ seg­ir Gylfi, sem kveðst vænta þess að fjár­lög­in verði lögð fram í næstu viku.

Gréta Ingþórsdóttir, aðstoðarmaður Geirs H. Haarde forsætisráðherra.
Gréta Ingþórs­dótt­ir, aðstoðarmaður Geirs H. Haar­de for­sæt­is­ráðherra.
Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands.
Gylfi Arn­björns­son, for­seti Alþýðusam­bands Íslands. mbl.is/​Golli
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert